Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Una Hildardóttir skrifar 14. apríl 2021 13:01 Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun