Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 18:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/Vilhelm Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira