Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 15:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. vísir/Egill Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira