„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:56 „Það var kokhraustur Kári sem vildi bjóða heiminn velkominn,“ segir Eva um afstöðu Kára sumarið 2020. „Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“ Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira