Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir veikindin ekki hafa verið þess eðlis að viðkomandi hafi verið í lífshættu, en þó hafi það verið metið svo að kalla þyrfti til sjúkrabíl.

„Við erum með ákveðið verklag þegar bráð veikindi koma upp. Alla jafna hefðum við fengið Læknavaktina til þess að líta á viðkomandi en þar sem veikindin voru það bráð og snögg þá fannst okkur rétt að viðkomandi færi á sjúkrahús til skoðunar,“ segir Gylfi. Hann hafði ekki upplýsingar um hvort um væri að ferðamann eða einstakling búsettan hér á landi.
Gylfi segir veikindin hafa borið þess merki að mögulega gæti verið um Covid-19 að ræða, þó það hafi ekki fengist staðfest. Viðkomandi er nú í skoðun á sjúkrahúsi.
„Það voru ekki heilbrigðisstarfsmenn sem voru að meta ástand viðkomandi, heldur starfsfólk okkar. Við vitum því á endanum ekki hvort þetta sé Covid-tengt eða ekki.“