Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:49 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent