Eins og… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:00 Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun