„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 13:18 Heilbrigðisstarfsmönnum utan ríkisstofnana býðst að koma í bólusetningu en þeir eru hvattir til þess að gera það ekki ef þeir eru ekki að sinna sjúklingum. Mætingin hefur verið um 60% hjá hópnum. Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þannig kann fyrrverandi sjúkraþjálfari að hafa fengið bóluefni um helgina vegna starfsleyfis sem enn er gilt, á meðan fólk sem hefur verið að glíma við krabbamein er á meðal þess sem enn bíður bólusetningar. Dæmi úr raunveruleikanum: „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér? Þú ert miklu yngri. Ertu með undirliggjandi sjúkdóm?“ spyr einn annan í athugasemd við bólusetningarfærslu hans á Facebook. Svarið: „Ég veit ekki, hlýði bara Víði og allt það og var boðaður og hlýddi, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið boðaður vegna þess að ég er sjúkraliði, þó svo að ég hafi ekki unnið við það lengi… Sennilegasta skýringin.“ Auk sjúkraliða fær til dæmis einnig fjöldi menntaðra lækna, hjúkrunarfræðinga og þroskaþjálfa boð í bólusetningu, jafnvel þótt þeir hafi horfið til annarra starfa og vinni ekki með sjúklingum. Sumir undrandi á að fá boð Þegar þessi stóri hópur var boðaður í bólusetningu á grundvelli starfsleyfaskrá fylgdi ekki boðinu árétting um að þeir sem ekki sinntu sjúklingum ættu helst ekki að þiggja boðið. Tilmæli sóttvarnalæknis eru á þá leið, en þau bárust ekki fyrr en eftir á. Þau voru gefin út í tilkynningu á vef Landlæknis 6. apríl og flugu ekki hátt. Margir sem ekki þurftu augljóslega á þessum forgangi að halda sáu því enga ástæðu til að hafna honum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að vissulega hefði mátt fylgja boðinu þessi fyrirvari en af tæknilegum ástæðum hefði það verið flókið. Sjálfur þáði hann ekki bólusetningu sem læknir, enda ekki að sinna sjúklingum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur mætingin í bólusetningar hjá hópnum verið um 60% hingað til, samanborið við almenna mætingu upp á 85% í bólusetningu í aldursröð. Líklegt verður að teljast að ekki hafi öll 60% hópsins þó þurft á efninu að halda af klínískum ástæðum en þó er lægra hlutfall til marks um að tilmæli sóttvarnalæknis hafi skilað sér til nokkurs fjölda. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að eftir morgundaginn verði stærstur hluti umrædds hóps bólusettur, alltént sá hluti hans sem ákveður að þiggja bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður segir að sumir hafi verið undrandi á að fá boð í bólusetningu en að útskýrt hafi verið fyrir því fólki að eina leiðin hafi verið að senda boð út á grundvelli starfsleyfaskrár. „Auðvitað hafa ekki allir séð þessi tilmæli frá Þórólfi og þá getur líka verið að það komi í góðri trú og fái svo samviskubit eftir á. Við viljum það ekki, því að þetta fólk er auðvitað bara að hlýða kallinu. Við viljum líka leggja áherslu á það núna að það eigi ekki að skipta öllu máli hvort maður fái bólusetningu í apríl, maí eða júní,“ segir Ragnheiður. Bólusetning er þegar hafin hjá fólki 60 ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma og eftir þann hóp er farið í þann aldurshóp nema án undirliggjandi sjúkdóma. Hópar 6 og 7 í forgangsröðinni renna þannig saman. 33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
33 stéttir teljast til heilbrigðisstarfsmanna, samkvæmt vef Landlæknis. Sumar eru aðeins taldar einu sinni hér en mynda sérstétt þegar um sérfræðileyfi er að ræða. Stéttirnar eru þessar: Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, heilbrigðisgagnafræðingar, heyrnarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar/kírópraktorar, iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25 Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. 6. apríl 2021 17:25
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04