Brestir í „bláa veggnum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 08:47 Lögreglustjórinn Medaria Arradondo ber vitni í málinu gegn Chauvin. Þrátt fyrir margar kvartanir vegna meintrar misbeitingar Chauvin var honum ekki sagt upp störfum fyrr en eftir dauða George Floyd. AP „Að leggja hann í jörðina, með andlitið niður og setja hnéð á hálsinn á honum í þetta langan tíma er algjörlega óréttlætanlegt,“ sagði einn lögreglumaður. „Þetta er ekki það sem við æfum,“ sagði annar. „Þetta er ekki þáttur í þjálfun okkar og endurspeglar sannarlega ekki siðferði okkar eða gildi,“ sagði lögreglustjórinn. Sérfræðingar segja framburð háttsettra lögreglumanna innan Minneapolis-lögreglunnar við réttarhöldin yfir Derek Chauvin næsta einsdæmi í bandarískri réttarsögu. „Blái veggurinn“ sé fallinn, að minnsta kosti í þetta sinn. Ákæruvaldið segir Chauvin hafa brotið gegn skyldum sínum sem lögreglumaður þegar hann kraup á hálsi George Floyd í næstum tíu mínútur, með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði. Verjendur Chauvin segja hann hins vegar hafa beitt „viðeigandi afli“. „Það er löggæslan í Bandaríkjunum sem verið er að rétta yfir,“ segir Joseph Giacalone, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í New York. „Derek Chauvin hefur unnið meiri skaða á löggæslu í Bandaríkjunum en nokkur annar á minni lífstíð.“ Óverjandi framganga Bandarískir lögreglumenn hafa löngum verið þekktir fyrir að grípa til varna fyrir félaga sína og mynda hinn svokallaða „bláa vegg“ við réttarhöld; það er að segja réttlæta gjörðir hvors annars gagnvart almennum borgurum. Nú virðast brestir komnir í vegginn en sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um það hvort það sé bundið við þetta eina mál eða hvort straumhvörf séu að verða á landsvísu. Það sem er ljóst er að við réttarhöldin hefur hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum borið vitni um að viðbrögð Chauvin hafi verið með öllu óásættanleg. Medaria Arrandondo, yfirlögreglustjóri Minneapolis, rak Chauvin og þrjá aðra eftir að myndskeið af handtöku Floyd komst á flug og vakti hörð viðbrögð um allan heim. Þegar Floyd „hætti að berjast á móti og sannarlega þegar hann var komin í andnauð og reyndi að koma því í orð þá hefði þetta átt að hætta,“ sagði hann um framgöngu Chauvin. Á eftir honum í vitnastúkunni var Katie Blackwell, sem fór áður fyrir þjálfun löggæsluliðsins í borginni. Hún vildi ekki kannst við þá aðferð sem Chauvin beitti; að setja hnéð á háls Floyd. „Þessir háttsettu yfirmenn lögreglunnar eru ekki að verja það sem Chauvin sést gera á myndskeiðinu vegna þess að framganga hans er óverjandi,“ segir Roger A. Fairfax Jr. fyrrum saksóknari og lagaprófessor við George Washington University. Lögreglustjórinn í fullum skrúða Lögmaður Chauvin, Eric Nelson, sagði umrædda lögreglumenn hins vegar löngu hætta að starfa á götum úti og að lögreglumönnum væri „heimilt að beita öllu því valdi sem væri hæfilegt og nauðsynlegt“. Washington Post fjallar ítarlega um málið og segir meðal annars frá því hversu erfitt það hefur verið að fá lögreglumenn dæmda fyrir ofbeitingu valds. Lögspekingar segja það meðal annars mega rekja til þess trausts sem dómstólar og kviðdómendur bera til lögreglu, þeim slaka sem lögreglumenn hafa tli að beita valdi og þeim rökum sem lögreglumenn beita fyrir dómstólum að þeir hafi aðeins verið að gera það sem þeim var kennt. Síðastnefndu rökin fara þó fyrir lítið þegar aðrir lögreglumenn, ekki síst háttsettir, segja annað í vitnastúkunni. Katie Blackwell var yfir þjálfun lögreglunnar í Minneapolis. Það þykir áhyggjuefni að Chauvin tók sjálfur þátt í að þjálfa unga og óreynda lögreglumenn.AP „Það að lögreglustjórinn beri vitni, það breytir öllu,“ segir Kobie Flowers, fyrrverandi saksóknari í mannréttindamálum og opinber verjandi. Hann segist ekki vita til þess að yfirlögreglustjóri hafi áður borið vitni í áþekku máli í fullum lögregluskrúða. „Lögreglustjórinn ber yfirleitt ekki vitni en hann situr í dómsalnum með undirmönnum sínum í fullum lögregluskrúða, sem sendir skýr skilaboð til kviðdómsins um að lögreglan styðji ákærða. Það er mjög sýnileg birtingamynd hins „bláa veggjar“ og mjög raunveruleg ástæða fyrir því að kviðdómar hika við að sakfella lögreglumenn.“ Það þarf að sakfella Michelle Phelps, prófessor við University of Minnesota, segist þó ekki gera ráð fyrir að um sé að ræða fordæmi til framtíðar, þar sem málið sé svo einstakt. „Ég á ekki von á því að lögreglustjórinn verði kallaður til í öllum málum gegn lögreglumönnum,“ segir hún. Hún segir málið hafa valdið lögreglunni í Minneapolis svo miklum skaða að lögreglan finni sig knúna til að stíga fram og grípa til varna. David Carter, fyrrverandi lögreglumaður og prófessor við Michigan State University, segir réttarhöldunum ætlað að senda skilaboð af hálfu lögreglunnar í Minneapolis og lögreglumanna á landinu öllu. „Lögreglan vill sýna samfélaginu og þjóðinni að þetta er ekki það sem hún stendur fyrir,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn víðsvegar á landinu horfa til réttarhaldanna og segja: „Þetta eru ekki við og það þarf að sakfella.“ Allir séu meðvitaðir um hvað er í húfi. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
„Þetta er ekki þáttur í þjálfun okkar og endurspeglar sannarlega ekki siðferði okkar eða gildi,“ sagði lögreglustjórinn. Sérfræðingar segja framburð háttsettra lögreglumanna innan Minneapolis-lögreglunnar við réttarhöldin yfir Derek Chauvin næsta einsdæmi í bandarískri réttarsögu. „Blái veggurinn“ sé fallinn, að minnsta kosti í þetta sinn. Ákæruvaldið segir Chauvin hafa brotið gegn skyldum sínum sem lögreglumaður þegar hann kraup á hálsi George Floyd í næstum tíu mínútur, með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði. Verjendur Chauvin segja hann hins vegar hafa beitt „viðeigandi afli“. „Það er löggæslan í Bandaríkjunum sem verið er að rétta yfir,“ segir Joseph Giacalone, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í New York. „Derek Chauvin hefur unnið meiri skaða á löggæslu í Bandaríkjunum en nokkur annar á minni lífstíð.“ Óverjandi framganga Bandarískir lögreglumenn hafa löngum verið þekktir fyrir að grípa til varna fyrir félaga sína og mynda hinn svokallaða „bláa vegg“ við réttarhöld; það er að segja réttlæta gjörðir hvors annars gagnvart almennum borgurum. Nú virðast brestir komnir í vegginn en sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um það hvort það sé bundið við þetta eina mál eða hvort straumhvörf séu að verða á landsvísu. Það sem er ljóst er að við réttarhöldin hefur hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum borið vitni um að viðbrögð Chauvin hafi verið með öllu óásættanleg. Medaria Arrandondo, yfirlögreglustjóri Minneapolis, rak Chauvin og þrjá aðra eftir að myndskeið af handtöku Floyd komst á flug og vakti hörð viðbrögð um allan heim. Þegar Floyd „hætti að berjast á móti og sannarlega þegar hann var komin í andnauð og reyndi að koma því í orð þá hefði þetta átt að hætta,“ sagði hann um framgöngu Chauvin. Á eftir honum í vitnastúkunni var Katie Blackwell, sem fór áður fyrir þjálfun löggæsluliðsins í borginni. Hún vildi ekki kannst við þá aðferð sem Chauvin beitti; að setja hnéð á háls Floyd. „Þessir háttsettu yfirmenn lögreglunnar eru ekki að verja það sem Chauvin sést gera á myndskeiðinu vegna þess að framganga hans er óverjandi,“ segir Roger A. Fairfax Jr. fyrrum saksóknari og lagaprófessor við George Washington University. Lögreglustjórinn í fullum skrúða Lögmaður Chauvin, Eric Nelson, sagði umrædda lögreglumenn hins vegar löngu hætta að starfa á götum úti og að lögreglumönnum væri „heimilt að beita öllu því valdi sem væri hæfilegt og nauðsynlegt“. Washington Post fjallar ítarlega um málið og segir meðal annars frá því hversu erfitt það hefur verið að fá lögreglumenn dæmda fyrir ofbeitingu valds. Lögspekingar segja það meðal annars mega rekja til þess trausts sem dómstólar og kviðdómendur bera til lögreglu, þeim slaka sem lögreglumenn hafa tli að beita valdi og þeim rökum sem lögreglumenn beita fyrir dómstólum að þeir hafi aðeins verið að gera það sem þeim var kennt. Síðastnefndu rökin fara þó fyrir lítið þegar aðrir lögreglumenn, ekki síst háttsettir, segja annað í vitnastúkunni. Katie Blackwell var yfir þjálfun lögreglunnar í Minneapolis. Það þykir áhyggjuefni að Chauvin tók sjálfur þátt í að þjálfa unga og óreynda lögreglumenn.AP „Það að lögreglustjórinn beri vitni, það breytir öllu,“ segir Kobie Flowers, fyrrverandi saksóknari í mannréttindamálum og opinber verjandi. Hann segist ekki vita til þess að yfirlögreglustjóri hafi áður borið vitni í áþekku máli í fullum lögregluskrúða. „Lögreglustjórinn ber yfirleitt ekki vitni en hann situr í dómsalnum með undirmönnum sínum í fullum lögregluskrúða, sem sendir skýr skilaboð til kviðdómsins um að lögreglan styðji ákærða. Það er mjög sýnileg birtingamynd hins „bláa veggjar“ og mjög raunveruleg ástæða fyrir því að kviðdómar hika við að sakfella lögreglumenn.“ Það þarf að sakfella Michelle Phelps, prófessor við University of Minnesota, segist þó ekki gera ráð fyrir að um sé að ræða fordæmi til framtíðar, þar sem málið sé svo einstakt. „Ég á ekki von á því að lögreglustjórinn verði kallaður til í öllum málum gegn lögreglumönnum,“ segir hún. Hún segir málið hafa valdið lögreglunni í Minneapolis svo miklum skaða að lögreglan finni sig knúna til að stíga fram og grípa til varna. David Carter, fyrrverandi lögreglumaður og prófessor við Michigan State University, segir réttarhöldunum ætlað að senda skilaboð af hálfu lögreglunnar í Minneapolis og lögreglumanna á landinu öllu. „Lögreglan vill sýna samfélaginu og þjóðinni að þetta er ekki það sem hún stendur fyrir,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn víðsvegar á landinu horfa til réttarhaldanna og segja: „Þetta eru ekki við og það þarf að sakfella.“ Allir séu meðvitaðir um hvað er í húfi.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira