Dejan Kulusevski skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og á 22. mínútu tvöfaldaði Alvaro Morata forystuna.
Juventus leiddi 2-0 í hálfleik en gestirnir frá Genoa minnkaði muninn í 2-1 á 49. mínútu með marki Gianluca Scamacca.
Nær komust gestirnir ekki og það voru heimamenn sem skoruðu fjórða mark leiksins.
Weston McKennie skoraði þriðja mark Juventus á 70. mínútu og lokatölur 3-1 sigur Juventus sem var ansi mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Juventus er með 62 stig í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Napoli sem er í fjórða sætinu og fjórum stigum á undan Atalanta í því fimmta, en þeir eiga leik til góða.
Genoa er í þrettánda sætinu.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.