Villa mætti á Anfield í dag og komst yfir en mörk frá Mohamed Salah um miðjan síðari hálfleik og sigurmark Trent Alexander Arnold í uppbótartíma tryggði Liverpool sigurinn.
Framherjinn og markaskorari Villa í leiknum sagði að hann og samherjar sínar hefðu verið svekktir í búningsklefanum eftir leik.
„Þetta er erfitt. Við áttum ekki skilið að vera yfir í hálfleik,“ sagði Watkins.
„Í síðari hálfleiknum börðumst við á móti og ef hefðum nýtt tækifæri okkar þá hefðum við getað komist í 2-0.“
„Eitt stig hefði verið sanngjarnt en spilamennska okkar sveiflaðist of mikið. Við voru óheppnir en við getum lært af þessu,“ sagði framherjinn.
Watkins fagnaði marki sínu með að setja boltann undir treyjuna og öllum að óvörum, eða ekki, þá verður hann faðir á næstunni.
Aston Villa forward Ollie Watkins:
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) April 10, 2021
"It's tough, we didn't deserve to be up at half-time but in the second half we were resilient and if we had taken our chances it could have been 2-0. A point would have been fair but it's swings and roundabouts." #awlfc [bbc]