Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 12:23 Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss, sem stýrir vinnunni við bólusetningarnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana. Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana.
Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira