Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 10:10 Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Myndin er úr safni. Vilhelm Gunnarsson Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira