Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2021 14:19 Maðurinn fannst látinn í Kórahverfinu í Kópavogi. Vísir/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa. Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag og rann það út í dag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar vel að því er segir í tilkynningu frá lögreglu en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Um slys hafi verið að ræða Verjandi mannsins tjáði Vísi í vikunni að skjólstæðingur sinn héldi því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins síðustu helgi en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út í dag. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys,“ sagði Unnsteinn. Hann teldi að hugur mannsins væri hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Lögregla kannast vel við sakborninga Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann. Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag og rann það út í dag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar vel að því er segir í tilkynningu frá lögreglu en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Um slys hafi verið að ræða Verjandi mannsins tjáði Vísi í vikunni að skjólstæðingur sinn héldi því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins síðustu helgi en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út í dag. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys,“ sagði Unnsteinn. Hann teldi að hugur mannsins væri hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Lögregla kannast vel við sakborninga Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann.
Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41
Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00