Þekktur strípalingur hljóp framhjá leikmönnum United eftir 14 tíma bið Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 14:30 Olmo García mættur inn á völlinn í Granada í gærkvöld, á leik heimamanna gegn Manchester United. Getty/Álex Cámara Nakinn maður hljóp inn á völlinn eftir fimm mínútna leik hjá Granada og Manchester United á Spáni í gærkvöld, þrátt fyrir áhorfendabann á vellinum. Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira
Athæfið kom stuðningsmönnum United um allan heim eflaust á óvart, og spaugilega fyrir sjónir, en íbúar Granada voru líklega ekki eins hissa því ekki er um einsdæmi að ræða hjá manninum. Atvikið má sjá hér að neðan, í lýsingu Gumma Ben, en strípalingurinn fékk ekki að vera lengi inni á vellinum áður en gæslumenn náðu til hans. Klippa: Strípalingur í Granada Maðurinn sem hljóp inn á völlinn heitir Olmo García. Hann er viðskiptamaður og rekur fyrirtæki sem framleiðir meðal annars fæðubótarefni. Talið er að hann hafi laumað sér inn á leikvanginn í Granada snemma morguns og beðið þar í leynum í fjórtán klukkutíma áður en hann hljóp inn á völlinn. Kudos to this guy, Mr. Olmo Garcia. Hid for 14 hours just to streak a Europa League match, and apparently he s the Leslie of Granada. https://t.co/lx3FYROPxf— Alex Stivers (@AlexStivers) April 9, 2021 Oft verið nakinn á almannafæri Sumarið 2016 tók García fyrst upp á því að spóka sig um nakinn í Granada, hinni þekktu ferðamannaborg sem er í Andalúsíu á sunnanverðum Spáni. Spænska blaðið Marca vísar í viðtal við García frá því fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði að með því að vera nakinn væri hann hreinni, fyllri af kyrrð og ró, og í betri í tengslum við móður náttúru. García hefur áður sést nakinn á almannafæri, meðal annars í verslunarmiðstöð, við dómkirkjuna í Granada og í Sierra Nevada fjallgarðinum. olmo paseando por el centro comercial nevada pic.twitter.com/oLPrkRP5sZ— lucía (@luciaxamerica) March 25, 2021 Innkoma García virtist ekki hafa góð áhrif á lið Granada. Að minnsta kosti tapaði liðið leiknum, 2-0, og er því í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn við United á Old Trafford næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Spánn Tengdar fréttir Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01 Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira
Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær. 9. apríl 2021 12:01
Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli. 8. apríl 2021 20:55