„Jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2021 13:09 Úr stjórnstöðinni í Grindavík í morgun. Vísir/Egill Opnað var á aðgengi almennings að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun en leiðindaveður hefur gert það að verkum að fáir hafa lagt í gönguna. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóra lögreglu á svæðinu í beinni útsendingu fyrir utan stjórnstöð björgunarsveitanna í Grindavík í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Aðstæður eru þannig að það eru svona 18-21 m/s þarna upp frá, sex stiga frost og bara ískalt. Við mælum ekki með því að fólk sé að fara en svæðið er vissulega opið,“ segir Hjálmar. Frá aðgerðum í stjórnstöð.Vísir/Egill „Þarna á svæðinu eru komnir einhverjir fjörutíu bílar svo þetta eru fimmtíu til hundrað manns. Ég heyrði í fólki sem var upp frá sem sagði að það væri jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa eða virða gosið fyrir sér.“ Þeir sem ætla að leggja á sig kuldagöngu í dag ættu að fara svokallaða b-leið um Nátthagakrika að sögn Hjálmars. Gasmengun sé til skoðunar en sem betur fer mikill vindur á svæðinu að sögn Hjálmars. Svæðið sem brennur sé þó orðið stórt og fer stækkandi. Fólk geti því fundið fyrir gasi víða. Hann mælir ekki með göngum í dag. „Nei, ég myndi bíða með það. Það munu koma betri dagar. Eftir að hafa heyrt í fólki sem fór þarna upp eftir þá var það sammála því. Þetta er svokallað gluggaveður. EKki vera að þvælast þangað upp eftir í dag.“ Að neðan má sjá hvernig blæs á gosstöðvunum . Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóra lögreglu á svæðinu í beinni útsendingu fyrir utan stjórnstöð björgunarsveitanna í Grindavík í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Aðstæður eru þannig að það eru svona 18-21 m/s þarna upp frá, sex stiga frost og bara ískalt. Við mælum ekki með því að fólk sé að fara en svæðið er vissulega opið,“ segir Hjálmar. Frá aðgerðum í stjórnstöð.Vísir/Egill „Þarna á svæðinu eru komnir einhverjir fjörutíu bílar svo þetta eru fimmtíu til hundrað manns. Ég heyrði í fólki sem var upp frá sem sagði að það væri jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa eða virða gosið fyrir sér.“ Þeir sem ætla að leggja á sig kuldagöngu í dag ættu að fara svokallaða b-leið um Nátthagakrika að sögn Hjálmars. Gasmengun sé til skoðunar en sem betur fer mikill vindur á svæðinu að sögn Hjálmars. Svæðið sem brennur sé þó orðið stórt og fer stækkandi. Fólk geti því fundið fyrir gasi víða. Hann mælir ekki með göngum í dag. „Nei, ég myndi bíða með það. Það munu koma betri dagar. Eftir að hafa heyrt í fólki sem fór þarna upp eftir þá var það sammála því. Þetta er svokallað gluggaveður. EKki vera að þvælast þangað upp eftir í dag.“ Að neðan má sjá hvernig blæs á gosstöðvunum .
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira