Nýr tónn Kristrún Frostadóttir skrifar 8. apríl 2021 13:01 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“. Tímabundinn skatt til að vinna gegn þeim ójöfnuði sem hefur ágerst síðastliðið ár. Ungt fólk og fólk á lágum tekjum hafi liðið mest fyrir sóttvarnaraðgerðir á tímum COVID. Mikilvægt sé að senda þau skilaboð að við séum öll í þessu saman. Þýskaland hafi gripið til svipaðra aðgerða eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands á sínum tíma. Sjóðurinn vill að fjármunirnir séu nýttir í almannaþágu, en segir jafnframt að boðskapur aðgerðarinnar sé það sem skipti mestu máli. Hér er stigið fast til jarðar og nýr tónn settur á sviði efnahagsmála. Því á bakvið boðskap um samstöðu liggja sterk efnahagsleg rök. Þar er Ísland ekki undanskilið. Forneskjuleg umræða Stór hluti þeirra sem eru án vinnu eða vinnulitlir hér á landi eru ungir einstaklingar og fólk undir meðaltekjum. Staða þessa fólks og framtíðarhorfur er falin á bakvið 1) punktstöðu um minni samdrátt í þjóðartekjum í fyrra en við var búist og 2) meðaltölum um ráðstöfunartekjur heimilanna sem ríkisstjórnin vitnar nú ósjaldan til að hafi aukist í fyrra. Paul Krugman hagfræðingur orðar þetta ágætlega um stöðuna Vestanhafs: „Sú staðreynd að meðaltekjur hafi haldist háar, að meðaltali hafi fólk það ágætt, hefur ekkert að gera með núverandi vanda. Milljónir eru enn án atvinnu.“ Nú síðast birtist eftirfarandi í umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar út úr COVID: „Sumar afleiðingar samdráttarins koma niður á flestum heimilum, s.s. hækkandi almennt verðlag, en atvinnuleysi kemur einungis niður á þeim sem fyrir því verða. Í framlagðri fjármálaáætlun er ítarleg umfjöllun um stöðu heimilanna þar sem byggt er á meðaltölum. Meðaltöl segja þó lítið þegar frávikin eru stór.“ Enn fremur: „Aukið og langvarandi atvinnuleysi er ekki bara vandi einstakra hópa í samfélaginu. Áframhaldandi hátt atvinnuleysisstig mun kosta ríkissjóð í kringum 40 ma.kr. árlega út tímabilið sem er hátt í tvöföldun frá því sem var áætlað í málaflokkinn fyrir tilkomu kórónaveirufaraldursins.“ Þetta er 1,4% af landsframleiðslu. Það svipar til upphæðarinnar sem við munum greiða í vexti af allri skuldsetningunni sem nú hrannast upp vegna ástandsins og af skuldastabbanum sem fyrir var samkvæmt fjármálaáætlun. Það að einblína á vexti af fjárhagslegum skuldum en líta framhjá kostnaðinum af því að vernda ekki mannauð er forneskjuleg nálgun og algjörlega úr takti við nýjustu rannsóknir. Í síðustu krísu var takmarkaður skilningur á því að niðurskurður í efnislegri fjárfestingu myndi skila sér í margföldun á viðhaldskostnaði síðar meir. Við virðumst hafa lært af því þó illa gangi að ýta úr hlaði opinberri fjárfestingu. Grípum aftur niður í umsögn fjármálaráðs: „The Office of Government Property í Bretlandi hefur gefið út að frestun nauðsynlegs viðhalds geti aukið kostnað vegna viðhaldsins um 50% yfir 2-4 ára tímabil.“ Þessi krísa mun kenna okkur að skortur á stuðningi við fólk mun kosta okkur milljarða síðar meir. Spurningin er bara hvenær við erum móttækileg fyrir þessum upplýsingum – of seint eða í tæka tíð. Raunverulegar áhyggjur framtíðarkynslóða Fjármálaráðherra þreytist ekki á að ræða um framtíðarkynslóðir þegar skuldir ber á góma, en þá horfir hann fram hjá því að þetta fólk erfir líka vinnumarkaðinn sem út úr þessu ástandi kemur og samfélagsgerðina í heild sinni. Ungt fólk hefur ekki áhyggjur af skuldastöðu ríkissjóðs til skamms tíma þessa dagana. Það hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum, möguleikum á að rækta eigin hæfileika og komast af stað í lífinu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að einstaklingar sem fara inn á vinnumarkaðinn í krísu verða með lægri lífstekjur fyrir vikið. Þetta á við um einstaklinga af öllum stéttum. En sýnt hefur verið fram á að þau verða verst úti sem stóðu höllum fæti fyrir. Fleiri rannsóknir sýna svo neikvæð áhrif á tekjur barna umræddra einstaklinga. Svona staða getur vegið á fjölskyldum í fleiri kynslóðir. Þetta er vítahringurinn sem þarf að stoppa. Þetta snertir okkur öll. Þeir sem eldri eru þurfa að treysta á virkar vinnandi hendur. Atvinnuleysi getur haft langvarandi áhrif á virkni fólks á vinnumarkaði. Þá geta fjárhagsáhyggjur haft áhrif á barneignir ungra einstaklinga. Ein aðalbreytan í tekjuvexti þjóðar er atvinnuþátttaka og fólksfjölgun. Hagstæð lýðfræðileg þróun (aukin virkni, fleiri börn) er aðalforsenda þess að lífeyriskerfið geti staðið undir sér. Þetta er ástæðan fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vekur okkur nú til umhugsunar um mikilvægi samstöðu. Ekki endilega af samúð gagnvart þeim sem verða fyrir áfallinu og ekki bara til að ýta undir heilbrigðari samfélagsvitund á tímum hamfara. Heldur vegna þess að þetta er góð efnahagsmálastefna sem tryggir heilbrigðan tekjuvöxt hagkerfisins. Nýr tónn og ný nálgun í stjórnun efnahagsmála í takt við alþjóðlega umræðu er forsenda þess að skuldirnar sem hér byggjast upp út af COVID verði viðráðanlegar. Að við gröfum ekki undan mannauði, fólkinu sem skapar verðmætin. Rörsýn í fjármálum ríkissjóðs getur orðið til þess að kostnaðurinn af COVID verður meiri en ella, fjárhagslega og félagslega. Höfundur er hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Vinnumarkaður Skattar og tollar Kristrún Frostadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“. Tímabundinn skatt til að vinna gegn þeim ójöfnuði sem hefur ágerst síðastliðið ár. Ungt fólk og fólk á lágum tekjum hafi liðið mest fyrir sóttvarnaraðgerðir á tímum COVID. Mikilvægt sé að senda þau skilaboð að við séum öll í þessu saman. Þýskaland hafi gripið til svipaðra aðgerða eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands á sínum tíma. Sjóðurinn vill að fjármunirnir séu nýttir í almannaþágu, en segir jafnframt að boðskapur aðgerðarinnar sé það sem skipti mestu máli. Hér er stigið fast til jarðar og nýr tónn settur á sviði efnahagsmála. Því á bakvið boðskap um samstöðu liggja sterk efnahagsleg rök. Þar er Ísland ekki undanskilið. Forneskjuleg umræða Stór hluti þeirra sem eru án vinnu eða vinnulitlir hér á landi eru ungir einstaklingar og fólk undir meðaltekjum. Staða þessa fólks og framtíðarhorfur er falin á bakvið 1) punktstöðu um minni samdrátt í þjóðartekjum í fyrra en við var búist og 2) meðaltölum um ráðstöfunartekjur heimilanna sem ríkisstjórnin vitnar nú ósjaldan til að hafi aukist í fyrra. Paul Krugman hagfræðingur orðar þetta ágætlega um stöðuna Vestanhafs: „Sú staðreynd að meðaltekjur hafi haldist háar, að meðaltali hafi fólk það ágætt, hefur ekkert að gera með núverandi vanda. Milljónir eru enn án atvinnu.“ Nú síðast birtist eftirfarandi í umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar út úr COVID: „Sumar afleiðingar samdráttarins koma niður á flestum heimilum, s.s. hækkandi almennt verðlag, en atvinnuleysi kemur einungis niður á þeim sem fyrir því verða. Í framlagðri fjármálaáætlun er ítarleg umfjöllun um stöðu heimilanna þar sem byggt er á meðaltölum. Meðaltöl segja þó lítið þegar frávikin eru stór.“ Enn fremur: „Aukið og langvarandi atvinnuleysi er ekki bara vandi einstakra hópa í samfélaginu. Áframhaldandi hátt atvinnuleysisstig mun kosta ríkissjóð í kringum 40 ma.kr. árlega út tímabilið sem er hátt í tvöföldun frá því sem var áætlað í málaflokkinn fyrir tilkomu kórónaveirufaraldursins.“ Þetta er 1,4% af landsframleiðslu. Það svipar til upphæðarinnar sem við munum greiða í vexti af allri skuldsetningunni sem nú hrannast upp vegna ástandsins og af skuldastabbanum sem fyrir var samkvæmt fjármálaáætlun. Það að einblína á vexti af fjárhagslegum skuldum en líta framhjá kostnaðinum af því að vernda ekki mannauð er forneskjuleg nálgun og algjörlega úr takti við nýjustu rannsóknir. Í síðustu krísu var takmarkaður skilningur á því að niðurskurður í efnislegri fjárfestingu myndi skila sér í margföldun á viðhaldskostnaði síðar meir. Við virðumst hafa lært af því þó illa gangi að ýta úr hlaði opinberri fjárfestingu. Grípum aftur niður í umsögn fjármálaráðs: „The Office of Government Property í Bretlandi hefur gefið út að frestun nauðsynlegs viðhalds geti aukið kostnað vegna viðhaldsins um 50% yfir 2-4 ára tímabil.“ Þessi krísa mun kenna okkur að skortur á stuðningi við fólk mun kosta okkur milljarða síðar meir. Spurningin er bara hvenær við erum móttækileg fyrir þessum upplýsingum – of seint eða í tæka tíð. Raunverulegar áhyggjur framtíðarkynslóða Fjármálaráðherra þreytist ekki á að ræða um framtíðarkynslóðir þegar skuldir ber á góma, en þá horfir hann fram hjá því að þetta fólk erfir líka vinnumarkaðinn sem út úr þessu ástandi kemur og samfélagsgerðina í heild sinni. Ungt fólk hefur ekki áhyggjur af skuldastöðu ríkissjóðs til skamms tíma þessa dagana. Það hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum, möguleikum á að rækta eigin hæfileika og komast af stað í lífinu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að einstaklingar sem fara inn á vinnumarkaðinn í krísu verða með lægri lífstekjur fyrir vikið. Þetta á við um einstaklinga af öllum stéttum. En sýnt hefur verið fram á að þau verða verst úti sem stóðu höllum fæti fyrir. Fleiri rannsóknir sýna svo neikvæð áhrif á tekjur barna umræddra einstaklinga. Svona staða getur vegið á fjölskyldum í fleiri kynslóðir. Þetta er vítahringurinn sem þarf að stoppa. Þetta snertir okkur öll. Þeir sem eldri eru þurfa að treysta á virkar vinnandi hendur. Atvinnuleysi getur haft langvarandi áhrif á virkni fólks á vinnumarkaði. Þá geta fjárhagsáhyggjur haft áhrif á barneignir ungra einstaklinga. Ein aðalbreytan í tekjuvexti þjóðar er atvinnuþátttaka og fólksfjölgun. Hagstæð lýðfræðileg þróun (aukin virkni, fleiri börn) er aðalforsenda þess að lífeyriskerfið geti staðið undir sér. Þetta er ástæðan fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vekur okkur nú til umhugsunar um mikilvægi samstöðu. Ekki endilega af samúð gagnvart þeim sem verða fyrir áfallinu og ekki bara til að ýta undir heilbrigðari samfélagsvitund á tímum hamfara. Heldur vegna þess að þetta er góð efnahagsmálastefna sem tryggir heilbrigðan tekjuvöxt hagkerfisins. Nýr tónn og ný nálgun í stjórnun efnahagsmála í takt við alþjóðlega umræðu er forsenda þess að skuldirnar sem hér byggjast upp út af COVID verði viðráðanlegar. Að við gröfum ekki undan mannauði, fólkinu sem skapar verðmætin. Rörsýn í fjármálum ríkissjóðs getur orðið til þess að kostnaðurinn af COVID verður meiri en ella, fjárhagslega og félagslega. Höfundur er hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar