Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 12:04 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skartar gjarnan afar fallegum peysum, sem svo eru til þess fallnar að gleðja handóðu prjónarana. vísir/egill Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“ Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Á tímum Covid hafa vinsældir prjónaskaps aukist svo um munar. Á Facebook er afar virkur hópur sem heitir „Handóðir prjónarar“. Meðlimir eru hvorki meira né minna en 36 þúsund og þar er prjónaskapur ræddur fram og til baka. Einn sem vakið hefur sérstaka athygli á þeim vettvangi er Freysteinn Sigmundsson en hann hefur, í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesi verið tíður gestur í fjölmiðlum. Og glatt hjörtu handóðu prjónarana því oftar en ekki er hann í fallegum ullarpeysum. Funheitur meðal hinna handóðu prjónara Því urðu vonbrigðin nokkur þegar Freysteinn mætti í Kastljósviðtal í gærkvöldi og var þá bara í skyrtunni. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum: „Þvílík vonbrigði,“ segir Guðrún Grettis og Anna Steinunn Þengilsdóttir segir að ekki sé hægt að bjóða manni „uppáetta“. Hulda Fríða Berndsen segist hálf svekkt og Hjálmfríður Valgarðsdóttir segist hafa beðið spennt eftir nýrri peysu. „Öll þjóðin bíður eftir að hann mæti í nýrri peysu en hann var í mjög fallegri skyrtu,“ segir Helga Jörgensen og þannig hrannast athugasemdirnar upp á vettvangi handóðu prjónaranna. En allt er þetta á góðlátlegum nótum. Handóðu prjónararnir urðu fyrir verulegum vonbrigðum þegar Freysteinn birtist á skjánum og ekki í peysu. En þeir voru þó sammála um að skyrtan væri fín.skjáskot Freysteinn hlær við þegar Vísir bar þetta undir hann. „Ég bara … það er mismunandi í hverju ég er klæddur. Ég hef áður komið í Kastljósið og þá var ég í peysu. Ég er oft í einhverri peysu eða ullarklæðnaði. Konan mín er mikil handavinnukona og ég hef gaman að því að vera í flíkum sem hún hefur prjónað.“ Eiginkona Freysteins er Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, sannkallaður meistari með prjónana auk þess sem hún hannar margar þær flíkur sem hún prjónar. En hvernig er þetta, að vera svona heitur meðal hinna handóðu prjónara? „Það er … gaman að sjá áhuga á íslensku handverki. Það er bara hið besta mál ef fólk hefur gaman að því að fylgjast með hvað er prjónað; og umræðum um það.“ Gaman að vera í peysum sem konan hefur prjónað Freysteinn segist ekki vera á samfélagsmiðlum sjálfur en honum hefur verið bent á þessar vangaveltur og hann hefur gaman að. Þá rifjar Freysteinn upp að þetta hafi byrjað þegar haldinn var fréttamannafundur og jarðeðlisfræðingar voru að reyna að átta sig á því að það væri kvikuinnskot á Reykjanesskaga. Þá var hann í prjónaðri peysu grænni, með mynstri sem heitir drangar, og það kallaðist skemmtilega á við skjálftalínurit af jarðhræringum sem var í bakgrunni. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður gerði sér svo mat úr þessu í sínum þætti Vikulokunum. „Ég hef verið í prjónuðum peysum enda mikið úti við. Mér finnst þær fallegar og gaman af að vera í þeim, ekki síst þá peysum sem konan hefur prjónað.“
Eldgos og jarðhræringar Prjónaskapur Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira