Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 19:21 Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands segja blóðtappa aukaverkanir vegna AstraZeneca mjög sjaldgæfar. Vísir/Vilhelm Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira