Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:46 Sérfræðinganefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar lagði áherslu á að blóðtappatilvik væru ákaflega sjaldgæf. Vísir/Vilhelm Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52