Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2021 11:08 Björgólfur Thor og Róbert hafa löngum eldað grátt silfur saman en Halldór hefur verið náinn samstarfsmaður Róberts til margra ára. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór sendir á fjölmiðla. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Halldór hefði átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni athafnamanni í nóvember síðastliðnum og vitnaði í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, þar sem segir meðal annars að umræddur fundur sé óásættanlegur. Þá segir að samskiptastjóranum fyrrverandi hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Halldór segir hins vegar rangfærslur í stefnunni, sem hann muni gera grein fyrir þegar málið verður tekið fyrir. Hann segir umfjöllum um samskipti sín og Björgólfs ekki rétta og það sé hægt að staðfesta með upptökum af þeim fundum sem hann átti með „rannsóknarnefnd“ Alvogen. „Ég var spurður um það sérstaklega hvort ég hafi hitt Björgólf Thor. Ég greindi frá því að ég hafi spurt hann um ósæmilega hegðun Róberts, þegar hann var forstjóri Actavis. Hann hafi staðfest við mig ákveðna atburðarrás í ágúst 2008, sem ég taldi mikilvægt að upplýsa um. Á þessum tíma hafi Róbert hringt í Sigurð Óla Ólafsson, aðstoðarforstjóra Actavis og gert tilraun til að segja honum upp störfum undir áhrifum áfengis. Ég staðfesti við nefndina að Björgólfur Thor hafi umsvifalaust rekið Róbert frá Actavis fyrir þessa ósæmilegu hegðun. Ég taldi þessar upplýsingar mikilvægar fyrir rannsókn málsins og sýni að ósæmileg hegðun Róberts nái yfir að minnsta kosti 12 ára tímabil. Björgólfur Thor virðist því vera eini maðurinn sem hafi sýnt kjark til að stöðva ósæmilega hegðun Róberts,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Þar segir einnig að það sé ekki rétt að hann hafi neitað að mæta í þriðja sinn fyrir nefnd Alvogen, sem hafi jafnframt neitað honum um afrit af upptökum af fundunum og aðgang að vinnugögnum sínum. Í yfirlýsingunni segist Halldór hafa sett sig í samband við „óvildarmenn“ Róberts, þeirra á meðal tvo háttsetta embættismenn og íslenskan blaðamann. Hann sakar Róbert um „andstyggilega aðför“ að æru þeirra og mannorði og segir ekki óeðlilegt að hann hafi haft samband við þá til að bera undir þá ásakanir. Halldór segir ekki rétt að hann hafi gert fjárhagslega kröfu á Alvogen eða Alvotech en hann áskilji sér rétt til að sækja bætur til Róberts persónulega. Hann hafi þó ekki gert ákveðna kröfu hvað það varðar. „Tilgangur fundarins með Björgólfi Thor var ekki að knýja fram fjárhagslegt uppgjör og það kemur ekki fram í þeim gögnum, sem fyrirtækin hafa lagt fram í héraðsdómi. Ég ítreka áskorun mína um að fyrirtækin einfaldlega opinberi öll gögn úr yfirheyrslum lögmannstofunnar White & Case,“ segir Hallór um fréttir morgunsins. Hann sakar Fréttablaðið umað gera mikið úr því að hann hafi leitað til erlendrar lögmannsstofu en segir sig hafa ráðið einn íslenskan lögmann sem leitaði eftir stuðningi erlendis. Sex lögmannsstofur hafi hins vegar haft samband við sig eftir áramót eða unnið að málinu fyrir hönd Alvogen, Alvotech og Róberts. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór sendir á fjölmiðla. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Halldór hefði átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni athafnamanni í nóvember síðastliðnum og vitnaði í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, þar sem segir meðal annars að umræddur fundur sé óásættanlegur. Þá segir að samskiptastjóranum fyrrverandi hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Halldór segir hins vegar rangfærslur í stefnunni, sem hann muni gera grein fyrir þegar málið verður tekið fyrir. Hann segir umfjöllum um samskipti sín og Björgólfs ekki rétta og það sé hægt að staðfesta með upptökum af þeim fundum sem hann átti með „rannsóknarnefnd“ Alvogen. „Ég var spurður um það sérstaklega hvort ég hafi hitt Björgólf Thor. Ég greindi frá því að ég hafi spurt hann um ósæmilega hegðun Róberts, þegar hann var forstjóri Actavis. Hann hafi staðfest við mig ákveðna atburðarrás í ágúst 2008, sem ég taldi mikilvægt að upplýsa um. Á þessum tíma hafi Róbert hringt í Sigurð Óla Ólafsson, aðstoðarforstjóra Actavis og gert tilraun til að segja honum upp störfum undir áhrifum áfengis. Ég staðfesti við nefndina að Björgólfur Thor hafi umsvifalaust rekið Róbert frá Actavis fyrir þessa ósæmilegu hegðun. Ég taldi þessar upplýsingar mikilvægar fyrir rannsókn málsins og sýni að ósæmileg hegðun Róberts nái yfir að minnsta kosti 12 ára tímabil. Björgólfur Thor virðist því vera eini maðurinn sem hafi sýnt kjark til að stöðva ósæmilega hegðun Róberts,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Þar segir einnig að það sé ekki rétt að hann hafi neitað að mæta í þriðja sinn fyrir nefnd Alvogen, sem hafi jafnframt neitað honum um afrit af upptökum af fundunum og aðgang að vinnugögnum sínum. Í yfirlýsingunni segist Halldór hafa sett sig í samband við „óvildarmenn“ Róberts, þeirra á meðal tvo háttsetta embættismenn og íslenskan blaðamann. Hann sakar Róbert um „andstyggilega aðför“ að æru þeirra og mannorði og segir ekki óeðlilegt að hann hafi haft samband við þá til að bera undir þá ásakanir. Halldór segir ekki rétt að hann hafi gert fjárhagslega kröfu á Alvogen eða Alvotech en hann áskilji sér rétt til að sækja bætur til Róberts persónulega. Hann hafi þó ekki gert ákveðna kröfu hvað það varðar. „Tilgangur fundarins með Björgólfi Thor var ekki að knýja fram fjárhagslegt uppgjör og það kemur ekki fram í þeim gögnum, sem fyrirtækin hafa lagt fram í héraðsdómi. Ég ítreka áskorun mína um að fyrirtækin einfaldlega opinberi öll gögn úr yfirheyrslum lögmannstofunnar White & Case,“ segir Hallór um fréttir morgunsins. Hann sakar Fréttablaðið umað gera mikið úr því að hann hafi leitað til erlendrar lögmannsstofu en segir sig hafa ráðið einn íslenskan lögmann sem leitaði eftir stuðningi erlendis. Sex lögmannsstofur hafi hins vegar haft samband við sig eftir áramót eða unnið að málinu fyrir hönd Alvogen, Alvotech og Róberts.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira