500 milljónir í gosslóðir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun