Gnabry greindist með veiruna og missir af leiknum gegn PSG annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 22:31 Gnabry greindist með Covid-19 og missir af leik Bayern og PSG annað kvöld. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Evrópumeistarar Bayern München hafa orðið fyrir öðru áfalli fyrir fyrri leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira