Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 17:00 Kærasta mannsins kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa. Vísir/vilhelm Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins um helgina en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Þegar kom fram um helgina að sá síðastnefndi bæri því fyrir sig að orðið hefði slys og hann væri niðurbrotinn vegna málsins. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar með þetta og er bara að koma sér niður á jörðina,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við Vísi í dag. Maðurinn sé í miklu áfalli og miður sín vegna málsins. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys.“ Unnsteinn segir málið harmleik og „ömurlegt í alla staði.“ Þá telji hann að hugur mannsins sé hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Unnsteinn segir að leiðir mannanna tveggja virðist hafa legið saman en telur ekki að þeir hafi þekkst. Að öðru leyti sé nú verið að reyna að ná utan um málið og lítið hægt að segja um stöðu þess að svo stöddu. Beðið er niðurstöðu vettvangsrannsóknar og krufningar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann. Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins um helgina en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Þegar kom fram um helgina að sá síðastnefndi bæri því fyrir sig að orðið hefði slys og hann væri niðurbrotinn vegna málsins. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar með þetta og er bara að koma sér niður á jörðina,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við Vísi í dag. Maðurinn sé í miklu áfalli og miður sín vegna málsins. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys.“ Unnsteinn segir málið harmleik og „ömurlegt í alla staði.“ Þá telji hann að hugur mannsins sé hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Unnsteinn segir að leiðir mannanna tveggja virðist hafa legið saman en telur ekki að þeir hafi þekkst. Að öðru leyti sé nú verið að reyna að ná utan um málið og lítið hægt að segja um stöðu þess að svo stöddu. Beðið er niðurstöðu vettvangsrannsóknar og krufningar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann.
Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06