Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 15:12 Svona var staðan á gosstöðvunum í gærkvöldi. Sannkölluð sýning fyrir augað. Vísir/Vilhelm Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40