Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2021 11:34 Benjamín Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996. EPA/BIR SULTAN Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“ Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn. Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti. Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu. Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996. Ísrael Tengdar fréttir Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“ Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn. Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti. Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu. Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996.
Ísrael Tengdar fréttir Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55