Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“
Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn.
Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti.
Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu.
Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996.