Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali.
Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gaf út í dag að haldi gos áfram í nýju sprungunum gæti hraun úr sprungunni runnið niður í Geldingadali og yfir hraunið sem er þar fyrir.
Mikinn gosmökk leggur nú frá sprungunni og hefur íbúum í Vogum verið sagt að loka gluggum vegna brennisteinsmengunar sem leggur yfir svæðið.
Gosið er tilkomumikið eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunni.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmHraunið hefur flætt niður í Meradali í dag.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar síðdegis í dag.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmJarðfræðingar að störfum við nýju sprunguna.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMikið gas virðist fylgja gosinu í Geldingadölum í dag.Vísir/Vilhelm
Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist.
Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali.