„Nei, nei. Mér brá ekki neitt,“ segir Kristján aðspurður. „Það kom svona smá dynkur þarna á undan en ekkert alvarlegt,“ segir hann spurður út í aðdragandann.
Hann segir að þetta hafi verið fyrsta ferð þeirra beggja að gosstöðvunum, en þeir voru á leiðinni niður af fjallinu þegar fréttastofa náði tali af þeim.
„Það kom svona dynkur og svo sáum við glæringarnar koma upp. Og svo byrjaði þetta bara allt saman,“ segir Kristján. „Við byrjuðum á að reyna að taka mynd af þessu en forðuðum okkur svo. Hann hafði líka bara gaman að þessu. Þetta var upplifun en auðvitað meiri upplifun fyrir þá yngri.“
Kristján segist ekki hafa orðið var við aðra svo nálægt sprungunni, þeir hafi aðeins verið tveir þarna. Björgunarsveitarfólk hafi svo komið á móti þeim og svæðið rýmt.
Kristján náði þessu stutta myndbroti af sprungunni, andartaki eftir að hún opnaðist.