Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 22:34 Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. „Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira