Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að rannsóknin miði meðal annars að því hvernig maðurinn hlaut áverkana. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið að ræða talsverða höfuðáverka og að verið sé að skoða hvort ráðist hafi verið á manninn eða hvort bíl hafi verið ekið á hann og maðurinn skilinn eftir í sárum sínum.
Þá sé það einnig til rannsóknar hvort manndrápið tengist fíkniefnaviðskiptum, en að öðru leyti vill hann ekki tjá sig nánar um málið á þessu stigi rannsóknarinnar. Þrír hafa verið handteknir vegna gruns um aðild að árásinni.
Heimildir herma að um sé að ræða rúmenska ríkisborgara.
Ekki er talið að árásin tengist morðinu í Rauðagerði.