Juventus náðu forystu strax á 13. mínútu þegar Frederico Chiesa kom gestunum yfir eftir stoðsendingu frá Alvaro Morata.
Antonio Sanabria jafnaði metin fyrir heimamenn á 27. mínútu leiksins, og þannig var staðan þegar að liðin gengu til búningsherbergja.
Það voru ekki liðnar nema örfáar sekúndur af seinni hálfleik þegar heimamenn tóku forystuna. Antonio Sanabria var þá aftur á ferðinni eftir að hann komst inn í vafasama sendingu frá Dejan Kulusevski.
Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 79. mínútu. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu, en eftir nánari skoðun myndbandsdómara fékk markið að standa.
Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 2-2 jafntefli. Torino er nú tveim stigum fyrir ofan fallsæti þegar tíu leikir eru eftir.
Titilvörn Juventus er hinsvegar orðin mjög erfið, en þeir sitja nú fjórða sæti deildarinnar með 56 stig, níu stigum á eftir toppliði Inter sem á leik til góða.
79 | | GET IN!!!! @CRISTIANO EQUALISES FROM CLOSE RANGE!!! #ToroJuve [2-2] #ForzaJuve @officialpes pic.twitter.com/bSLMpyNLOn
— JuventusFC (@juventusfcen) April 3, 2021