Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:16 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. 165 manns eru nú á hótelinu. Sumir sýna því skilning að þurfa að dvelja þar á meðan aðrir eru ósáttir. Að minnsta kosti einn hefur flúið hótelið. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að eitthvað hafi verið um partýstand en að engin hópamyndun hafi átt sér stað. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira