Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 22:16 Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum síðustu sólarhringa en fyrsta marktæka gjóskufallið mældist í dag. Vísir/Vilhelm Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51
Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28
„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18