Lögreglumaður drepinn í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 20:47 Yogananda Pittman, lögreglustjóri í þinghúsinu, tilkynnir andlát Evans. Drew Angerer/Getty William Evans, lögreglumaður hjá bandaríska þinghúsinu, var drepinn í árás sem gerð var fyrir utan þinghúsið í dag. Hann, ásamt öðrum lögreglumanni, varð fyrir bíl sem ekið var á þá við öryggistálma fyrir utan þinghúsið í dag. Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47