Norska blaðið VG segir að bæði Carlsen og Lorentzen Djønne staðfesti að sambandi þeirra sé lokið og að þau búi ekki lengur saman. Þau höfðu deilt glæsiíbúð í Tjuvholmen í Osló sem Carlsen keypti á meira en 312 milljónir íslenskra króna í fyrra.
„Við skiljum sem vinir,“ segir Carlsen við VG sem virðist hafa séð ástæðu til þess að lofta út fyrir kónginn eins og sagt er á taflmáli.
Lorentzen Djønne var fyrirsæta í glanstímaritinu Séð og heyrt. Hún fylgdi spúsa sínum meðal annars eftir þegar Carlsen varð heimsmeistari í hraðskák í Moskvu árið 2019.
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur Carlsen, sem er þrítugur, ekki teflt á tvær hættur undanfarið og teflt að mestu leyti á netinu. Þó er búist við að hann freisti þess að verja heimsmeistaratitil sinn á móti í Dubai síðar á þessu ári.