BB Hótel á Ásbrú skoðað í dag fyrir sóttkvíarhótel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:58 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, staddur á hótelherbergi á Fosshótel við Þórunnartún sem verður svokallað sóttkvíarhótel á næstunni. vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótel verði opnað í Reykjanesbæ þegar Fosshótel við Þórunnartún fyllist. Unnið er að því að búa hótelið undir komu farþega úr þremur flugvélum á morgun. Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira