BB Hótel á Ásbrú skoðað í dag fyrir sóttkvíarhótel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:58 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, staddur á hótelherbergi á Fosshótel við Þórunnartún sem verður svokallað sóttkvíarhótel á næstunni. vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótel verði opnað í Reykjanesbæ þegar Fosshótel við Þórunnartún fyllist. Unnið er að því að búa hótelið undir komu farþega úr þremur flugvélum á morgun. Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira