Ekki alvarleg nauðgun fyrst þolandinn valdi að verða ölvaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 11:51 Til stendur að breyta lögunum í Minnesota en þau eru áþekk í 39 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Dómstólar í Minnesota í Bandaríkjunum máttu ekki dæma mann fyrir alvarlega (e. felony) nauðgun, þar sem konan sem hann braut gegn neytti áfengis sjálfviljug áður en árásin átti sér stað. Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira