Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 08:43 Sauðfjárbændur landsins eru allt annað en ánægðir með þátt Sævars, Hvað getum við gert? Bændur vita svo sem alveg hvað þeir gætu gert ef þeir hefðu eitthvað um dagskrárgerðina að segja, nefnilega taka þennan þátt af dagskrá. vísir/vilhelm Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum. Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“ Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“
Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira