„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 23:23 Chauvin (til hægri) ásamt verjanda sínum, Eric Nelson. Court TV/AP Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. „Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25