Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gleðiefni að smittölur hafi haldist lágar síðustu daga. Smitin utan sóttkvíar séu hins vegar ákveðið áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Vonar að búið sé að ná utan um Laugarnesskólasýkinguna Ekki hefur náðst að tengja þá sem greindust utan sóttkvíar við önnur smit. Þeir sem voru í sóttkví við greiningu tengjast hópsýkingu sem kennd hefur verið við Laugarnesskóla. Ekki greindust fleiri börn í skólanum með veiruna eftir skimun helgarinnar. Teljið þið ykkur búin að ná utan um þessa hópsýkingu sem tengd er við Laugarnesskóla? „Ég vona það. Það geta fleiri átt eftir að greinast í sóttkví. Það eru mjög margir í sóttkví. En það er aðallega í kringum hin tilfellin, utan sóttkvíar, sem maður gæti haft áhyggjur af því hvort hafi náð að breiða úr sér,“ segir Þórólfur. Sem betur fer þurfi ekki margir að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Þetta fólk hafi jafnframt ekki verið á fjölmennum stöðum. „Auðvitað er alltaf þannig að fólk fer á ýmsa staði en það eru engir stórir eða fjölmennir staðir sem menn hafa verið að finna.“ Ekki tilefni til að lengja sóttkvíartímann Frá og með 1. apríl verður skimun barna tekin upp við landamærin, auk þess sem fólk sem kemur til landsins frá ákveðnum svæðum verður skyldað í sóttvarnahús. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirkomulagið í sóttvarnahúsi til umræðu á fundi ráðherranefndar síðdegis í dag. Þórólfur telur ekki tilefni til að til dæmis lengja sóttkvíartímann við komuna til landsins í ljósi samfélagssmitsins síðustu daga. „Það sem við höfum verið að tala um er að skerpa á ýmsum hlutum. Ég er ekki viss um að það myndi skila neinu sérstöku að lengja sóttkvíartímann. Veiruafbrigðið, það fjölgar sér fyrr í nefinu virðist vera, eins og Íslensk erfðagreining hefur bent á. Þannig að ég er ekki viss um að það myndi hjálpa mikið,“ segir Þórólfur. „Hins vegar höfum við séð að það þarf að fylgjast betur með fólki sem er í sóttkví. Við höfum séð smit vegna þess að fólk er að brjóta sóttkví. Við erum líka að taka upp núna 1. apríl sýni frá börnum sem við höfum ekki gert fram að þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29. mars 2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08