Reuters segir að greint hafi verið frá andlátinu í tilkynningu frá PPF Group sem hefur meðal annars unnið að fjárfestingum í fjármálageiranum, fjarskiptum, líftækni, fasteignum og fleiru í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.
Voru auðævi Kellners metin á 17,5 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt tímaritinu Forbes.
Rannsókn er hafin á orsökum slyssins, en Kellner ku hafa verið í Alaska í skíðaferðalagi. Einn komst lífs af úr slysinu og dvelur hann nú á sjúkrahúsi í Anchorage. Tveir Tékkar og þrír Bandaríkjamenn fórust í slysinu, þar með taldir tveir leiðsögumenn frá Tordrillo fjallakofanum.
AP segir Kellner hafa verið tíður gestur í Tordrillo fjallakofanum, sem er að finna nokkru austur af Anchorage.