Sauðburður er hafinn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2021 19:39 Systurnar fjórar frá Hvolsvelli með lömbin þrjú. Þuríður Karen, sem er þriggja ára, Dagný, sem er sex ára, síðan er það Bryndís Erla, tíu ára og Helga Dögg, sem er tólf ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt. Bændurnir Helga Sigurðardóttir og Vilmundur Rúnar Ólafsson og eru sauðfjárbændur á bænum Torfastöðum í Fljótshlíð. Þegar þau komu út í fjárhús einn morguninn í vikunni brá þeim heldur betur í brún því þá voru fædd þrjú lömb, tvær gimbrar og einn hrútur. Barnabörnin á Hvolsvelli, fjórar systur voru ekki lengi að koma í heimsókn til að sjá lömbin og til að fá að halda á þeim. „Það komu hér þrjú fyrirmáls lömb. Þær hafa náð sér í þetta áður en við tókum inn hrútana. Það er alltaf gaman að sjá lömb en ég vonast nú til að það verði ekki meira núna að sinni,“ segir Helga og bætir því við að hún viti af lömbum á tveimur bæjum í viðbót í nágrenni við sig. Helga amma og Helga Dögg í fjárhúsinu á Torfastöðum í morgun þar sem Helga Dögg heldur á einu lambinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Dögg Ólafsdóttir er12 ára barnabarn Helgu og Vilmundar. Hún segist koma stundum til að skoða lömbin hjá ömmu og afa sínum á vorin. „Já, ég hef alltaf jafn gaman af þeim og kindunum, ég elska lömb og kindur“, segir Helga Dögg. Helga eldri segir sauðburð á vori skemmtilegasta tímann í sveitinni á hverju ári. „Já, það er alltaf gaman af því. Þetta er auðvitað erfitt líka en þegar vel gengur og vel viðrar þá er þetta skemmtilegt og gefandi.“ Það er alltaf gaman þegar lömb koma í heiminn þó sauðburður byrji yfirleitt ekki fyrr en á fullum krafti í maí hjá flestum sauðfjárbændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Bændurnir Helga Sigurðardóttir og Vilmundur Rúnar Ólafsson og eru sauðfjárbændur á bænum Torfastöðum í Fljótshlíð. Þegar þau komu út í fjárhús einn morguninn í vikunni brá þeim heldur betur í brún því þá voru fædd þrjú lömb, tvær gimbrar og einn hrútur. Barnabörnin á Hvolsvelli, fjórar systur voru ekki lengi að koma í heimsókn til að sjá lömbin og til að fá að halda á þeim. „Það komu hér þrjú fyrirmáls lömb. Þær hafa náð sér í þetta áður en við tókum inn hrútana. Það er alltaf gaman að sjá lömb en ég vonast nú til að það verði ekki meira núna að sinni,“ segir Helga og bætir því við að hún viti af lömbum á tveimur bæjum í viðbót í nágrenni við sig. Helga amma og Helga Dögg í fjárhúsinu á Torfastöðum í morgun þar sem Helga Dögg heldur á einu lambinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Dögg Ólafsdóttir er12 ára barnabarn Helgu og Vilmundar. Hún segist koma stundum til að skoða lömbin hjá ömmu og afa sínum á vorin. „Já, ég hef alltaf jafn gaman af þeim og kindunum, ég elska lömb og kindur“, segir Helga Dögg. Helga eldri segir sauðburð á vori skemmtilegasta tímann í sveitinni á hverju ári. „Já, það er alltaf gaman af því. Þetta er auðvitað erfitt líka en þegar vel gengur og vel viðrar þá er þetta skemmtilegt og gefandi.“ Það er alltaf gaman þegar lömb koma í heiminn þó sauðburður byrji yfirleitt ekki fyrr en á fullum krafti í maí hjá flestum sauðfjárbændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira