Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 11:27 Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni. Mynd/Moody College of Communication Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum. Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum.
Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira