Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 07:48 Gosið út í ljósaskiptunum. Vísir/Vilhelm Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira