Faðirinn hafði brugðist við með því að losa barnið og sat með það á meðan móðirin ók. Faðirinn reyndist ekki með spennt öryggisbelti. Skýrsla var rituð um málið og það tilkynnt Barnavernd.
Þá voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í gærkvöldi og nótt. Annar þeirra var til vandræða í miðborginni og virtist mögulega vera að skemma bifreiðar. Hinn var handtekinn í hverfi 112. Sá fór ekki að fyrirmælum lögreglu og hrækti á lögreglumann.
Hann er grunaður um brot á vopnalögum. Þar sem hann var ungur að árum var haft samband við foreldra og málið tilkynnt Barnavernd.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 221 í gærkvöldi. Þar ók ökumaður bifreiðar á tvo kyrrstæða bíla og yfirgaf síðan vettvang. Atvikið náðist hins vegar á öryggismyndavélar og því er vitað hver tjónvaldurinn er.
Þá var tilkynnt um reiðhjólaslys í hverfi 210 þegar maður datt af hjóli. Hann var með áverka á höfði og blóðugur í andliti og mundi ekki hvað hafði gerst. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og akstur án gildra ökuréttinda.