Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 21:31 Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma. Vísir/Vilhelm Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Sjá meira
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent