Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:06 Landsréttur segir fréttaflutninginn hafa verið í æsifréttastíl og skapað þau hughrif að pottur hlyti að vera alvarlega brotinn í starfsmannamálum á umræddum veitingastað. Vísir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Útsending komin í lag Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Útsending komin í lag Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17