Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 15:36 Bólusetningin fer fram í Laugardagshöllinni. Vísir/Vilhelm Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Er um að ræða fyrri bólusetningu fyrir þennan hóp og verður notast við bóluefni AstraZeneca. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar segir að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að umrætt bóluefni sé öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk. Hlé var um tíma gert á notkun efnisins á meðan athugun fór fram á blóðtappatilfellum. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Þá sagði sóttvarnalæknir gögn gefa til kynna að bóluefnið væri jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækkaði tilfellum um 85 prósent. Evrópuþjóðir, þar á meðal Svíar og Finnar hafa nú hafið bólusetningar á ný með bóluefni AstraZeneca hjá 65 ára og eldri. Þórólfur sagði að bóluefnið yrði hér fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri og hvatti alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Geta mætt þó SMS hafi ekki borist Boð um bólusetninguna á morgun hafa verið send með SMS-skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram, af því er fram kemur á vef heilsugæslunnar. Þeir sem eru fæddir 1948 eða fyrr en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta samt sem áður komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 9-15 og fengið bólusetningu. Heilsugæslan beinir því til fólks að mæta með skilríki og minnir á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40