„Þetta þrífst bara í myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Silja er ein af okkar færustu leikstjórum. Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira